Söltun

Saltaðar afurðir skipta miklu máli í útflutningi íslenskra sjávarafurða. Helstu afurðirnar eru saltsíld og saltaður bolfiskur og þá helst þorskur. Miðað við árið 2003 þá eru saltaðar afurðir um 7% af magni útfluttra afurða en um 18% af verðmætum og því og um mjög mikilvægan afurðaflokk að ræða.

Fjallað er sérstaklega um síldarsöltun annars vegar og bolfisksöltun hins vegar.