Gæðamat

Í febrúar 2008 áttu fund saman hópur innlendra og erlendra hagsmunaaðila sem koma að virðiskeðju gámafisks. Það var samdóma álit þeirra að æskilegt væri að auka gæðameðvitund seljenda jafnt sem kaupenda á íslenskum gámafiski.  Lykillinn að slíkri vitundarvakningu væri að koma upp stöðluðu gæðamati sem gæfi seljendum og kaupendum til kynna hverjir væru að standa sig best.  Á þann hátt væri skapaður bættur grundvöllur fyrir kaupendur til að aðgreina og umbuna þeim sem standa sig best.  Þá gætu seljendur einnig séð á áberandi hátt fjárhagslegan hag af því að vera meðal þeirra bestu.  Söluaðilar töldu hins vegar að það þjónaði ekki hagsmunum heildarinnar að birta niðurstöður gæðaeftirlitsins í heild sinni, þar sem slíkt gæti skapað óánægju og vantraust.  Því var ákveðið að farið yrði með niðurstöður gæðamatsins sem trúnaðarmál og að einungis yrðu birt nöfn 5-10 bestu seljendanna á hverju tímabili.

Seafish tók að sér að útbúa einfalt gæðamat fyrir starfsmenn í flokkun á fiskmörkuðunum og hélt síðan námskeið í notkun þess.  Námskeiðin voru haldin um sumarið 2008 og var notkun þeirra þá strax hafin.  Í upphafi komu í ljós nokkrir byrjunarörðugleikar þar sem ákveðin stöðugleika skorti í mati milli einstakra matsmanna.  Tekið var á þessu vandamáli með þjálfun starfsfólks og í lok árs 2008 voru allir hlutaðkomandi orðnir sammála um að gæðamatið væri farið að virka eins og til væri ætlast.

Í matinu eru kannaðir fjórir gæðaþættir, það er ísun, frágangur í ker, litur og lykt tálkna og ásýnd augna.  Í hverjum flokki er möguleiki á þrem einkunnum þ.e.a.s. 1, 2 eða 3 þar sem 1 er best.  Besta mögulega einkunn er því 4 og versta mögulega einkunn er 12.  Allt árið 2010 voru framkvæmdar um 1.687 mælingar á afla 71 báts.  Í 14 tilvikum fékk afli fullkomna einkunn, en í aðeins tvö skipti fékk aflinn 9 eða lakari einkunn.

Þegar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að birta nöfn þeirra tíu skipa eða útflytjenda sem þóttu hafa staðið sig best á árinu.  Þegar hugað er að gæðum gámafisks frá einstaka skipum skiptir stöðugleiki höfuðmáli, því að gæðaímynd skapast með langri reynslu þar sem kaupendur geta gengið út frá því sem vísu að afli skips sé ávalt góður.  Að þeim sökum koma aðeins til greina á listanum yfir tíu efstu skipin þau skip sem sendu meira en tíu gáma til Bretlands á árinu 2010.  En af þeim 71 skipum sem lentu í gæðamati fullnægðu 27 því skilyrði.  Af þessum hópi þótti Geir ÞH-150 hafa staðið sig best og er því útnefndur sem bátur ársins.  Mörg þeirra skipa sem stóðu sig best 2009 eru einnig á listanum yrir tíu bestu 2010 og má í því sambandi sérstaklega benda á góða framistöðu Aðalbjargar RE og Sóleyjar SH.

Því miður hefur ekki verið unnið frekar með þetta gæðamat síðan 2010 gögnin voru tekin saman af Matís.

Gæðamat 2010

Samkvæmt gæðamati ársins 2010 var það Geir ÞH-150 sem stóð sig best og hefur því verið útnefndur bátur ársins.  Tíu efstu skipin má sjá í töflunni hér að neðan, en frekari umfjöllun um matið og niðurstöðurnar má sjá hér.

Nr.SkipGæðamatFjöldi mælinga95% vikmörk
1Geir ÞH-1505,54220,601
2Sólborg RE-2705,91930,138
3Aðalbjörg RE-55,94140,522
4Sóley SH-1245,96460,265
5Tómas Þorvaldsson GK-106,10440,315
6Fiskverkun IG6,11360,165
7Helga RE-496,25220,240
8Steinunn SF-106,25180,335
9Bergur VE-446,29500,259
10Iraco6,31140,453

 Ath. að Fiskverkun IG og Iraco eru útflytjendur án útgerðar þ.e.a.s. þeir kaupa fisk á íslenskum fiskmörkuðum til að senda á markaðina í Hull og Grimsby.

Gæðamat 2009

Meginmarkmið þeirra sem vilja byggja upp gæðaímynd er að skila alltaf jöfnum góðum gæðum og með það í huga var togbáturinn Sóley SH útnefnd sem bátur ársins 2009, en afli hennar var ávalt mjög góður.  Aðalbjörg RE var hins vegar með hæstu meðaleinkunina, en þar sem hún var ekki með sama stöðugleika og Sóley varð hún ekki fyrir valinu í þetta skiptið.  Annars voru tíu efstu skipin eftirfarandi:

Nr.SkipGæðamatFjöldi mælinga95% vikmörk
1Adalbjörg RE-55,55220,601
2Soley SH-1245,90930,138
3Hera ÞH-605,93140,522
4Portland VE-975,96460,265
5Geir ÞH-1505,98440,315
6Vestri BA-636,03360,165
7Helgi SH-1356,05220,240
8Helga RE-496,06180,335
9Sólborg RE-2706,06500,259
10Sturla GK-126,14140,453

Niðurstöður gæðamatsins í heild fyrir árið 2009 má nálgast hér