Meðhöndlun afla um borð

Blóðgun, slæging, þvottur og kæling þurfa að fara fram svo fljót sem auðið er.  Æskilegast er að fiskurinn sé fyrst blóðgaður og komið svo strax í blóðgunarker svo að hann sé enn með lífsmarki þegar honum fer að blæða; en þannig næst bestur árangur við blóðtæmingu.  

Blóðgun og slæging fer þó oftast fram samtímis á þeim skipum sem veiða megnið af gámafiskinum, en að alla jöfnu er talið að það komi ekki að miklum sökum svo framarlega sem fiskurinn sé enn með lífsmarki þegar hann er slægður og að þvottur sé góður. 

Mikilvægt er að skurðurinn sé réttur og að öll innyfli séu fjarlæga áður en fiskurinn fer í þvottakerið. Best er að opna vel fyrir báðar slagæðar, spretta á kviðinn alveg aftur að gotrauf og gæta þess sérstaklega vel að taka varlega á klumbubeininu svo að holdið rifni ekki.  Þvotturinn þarf svo að vera nægilega góður til að fjarlægja öll óhreinindi og taka það langan tíma að fiskurinn nái að blóðtæmast. 

Æskilegt er að fiskurinn sé í um 5 mínútur í þvottakeri með góðu gegnumstreymi af sjó, enn þarf allt að 15 mínútur í keri þar sem vatnsskipti eru hæg. Frekari upplýsingar um meðhöndlun afla um borð í smábátum má sjá hér og um borð í stærri skipum hér.