Ýsa

Latína: Melanogrammus aeglefinus
Enska: Haddock
Danska: Kuller
Færeyska: Hýsa
Þýska: Schellfisch
Franska: Églefin
Spænska: Eglefino

Lifnaðarhættir
Heimkynni ýsunnar eru í N-Atlantshafi, N-Íshafi, Barentshafi meðfram ströndum Noregs, í Norðursjó og allt suður í Biskajaflóa, við Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Í NV-Atlantshafi er ýsan við strendur N-Ameríku, en við Grænland hefur hún aðeins fundist sem flækingur.

Ýsan er algeng í hafinu allt í kringum Ísland þó mest sé af henni við S og SV-ströndina. Ýsan er grunnsjávar- og botnfiskur sem heldur sig að mestu á 10-200 m dýpi. Fæða ýsunnar er mjög fjölbreytileg, en hún étur ýmis botndýr, s.s. skeljar, smásnigla, marflær o.m.fl., en einnig eru á matseðli hennar smáfiskar eins og sandsíli, loðna og spærlingur.

Ýsan hrygnir í hlýja sjónum sunnan-, suðvestan- og vestanlands, mest á hafsvæðinu milli Vestmannaeyja og Snæfellsness. Hrygningin byrjar í apríl og lýkur í lok maí. Að lokinni hrygningu dreifir fullorðni fiskurinn sér í fæðuleit. Ýsan verður kynþroska 3-4 ára gömul. Meðalstærð ýsu er 45-60 cm, en hún getur orðið allt að 80 cm löng.

(Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992)

Næringargildi