Veiðiskip

Til að unnt sé að tryggja neytendum fyrsta flokks sjávarfangi úr tærum íslensum sjó þurfa þeir sem bera ábyrgð á hinum ýmsu stigum virðiskeðjunnar að hafa fjölda áhrifaþátta í huga við sína vinnu.  Þótt svo að mikilvægt sé að gæðum sé viðhaldið í gegnum alla virðiskeðjuna er þó ljóst að fyrstu handtökin eru þau mikilvægustu, þar sem allt það sem á eftir fer er undir því komið að vel hafi verið staðið að málum strax frá fyrstu hendi.

Sem dæmi um þau atriði sem aðilar er bera ábyrgð á hráefnisöfluninni þurfa að hafa í huga má nefna val á veiðisvæði, árstíma, veiðarfæri, togtíma, þvott, kælingu o.s.frv.  Hér að neðan má sjá frekari útlistingu á þeim þáttum sem stjórnendur og áhafnir veiðiskipa þurfa að hafa í huga til að tryggja sem best hráefnisgæði: