Smásalar og neytendur

Allir hlekkir virðiskeðjunnar skipta máli ef tryggja á hámarks gæði alla leið á disk neytandans og frá því eru smásalar, mötuneyti, matsölustaðir og neytendur ekki undanskyldir. 

Viðhalda þarf órofinni kælikeðju og fylgjast með merkingum um síðasta neysludag; ástæða er þó að árétta að gæðin glatast í línulegu falli af tíma og því skiptir aldurinn verulegu máli þ.e.a.s. fiskur sem er að koma á síðasta söludag er ekki sama gæðavara og nýr fiskur.  Þau atriði sem þessir síðustu hlekkir virðiskeðjunnar hafa stjórn á eru aðallega tími og hitastig.