Fiskmarkaðir

Hlutverk uppboðsmarkaðanna er að tryggja rétt vinnubrögð þar sem hreinlæti, upplýsingargjöf, flokkun, gæði, gegnumsæi og rekjanleiki eru í hávegum höfð.  Í gegnum tíðina hefur íslenskur fiskur verið seldur á mörkuðum bæði í Hull og Grimsby, en fyrir nokkrum árum ákvað Atlantic Fresh hins vegar að hætta að selja fisk í Hull og einbeita sér einvörðungu að Grimsby Fish Market, auk þess sem fyrirtækið opnaði útibú í Boulogne í Frakklandi.

Ljóst er að órofin kælikeðja skiptir höfuðmáli þegar tryggja á gæði hráefnisins og það er rekstraraðilum uppboðsmarkaðanna fullkomlega ljóst.  Grimsby Fish Market var til dæmis lagfærður fyrir nokkrum árum til að tryggja nægjanlega kælingu yfir heitasta árstímann.  

Það er í verkahring markaðanna að:

  • Birta greinagóðar upplýsingar um vöruna
  • Sjá til þess að flokkun og merkingar séu í lagi
  • Tryggja rekjanleika
  • Tryggja gæðaeftirlit
  • Útvega aðstöðu þar sem hreinlæti og kæling vörunnar er höfð í fyrirrúmi