Fæðubótarefni

Margir sem eru að hefja líkamsrækt eða eru búnir að vera lengi í “bransanum” leita á endanum að einhvers konar hjálp frá hinum ýmsu vörum sem eru á markaðnum í dag. Fæðubótarefni eru orðin stór hluti fæðunnar hjá mörgum og er talið að neysla fæðubótarefna og heilsuvara sé vel yfir 4 milljarðar á ári hér á landi. Mörg þessar fæðubótarefna hafa fengið jákvæða umfjöllun í viðurkenndum rannsóknartímaritum en sum þeirra ekki. Margir framleiðendur taka niðurstöður rannsókna úr samhengi og markaðssetja vörur fyrir almenning sem fengu jákvæða umfjöllun í vísindatímaritum þegar þær voru notaðar af sjúklingum.

Oft eru vörur boðnar til sölu sem virka eins og þær eru sagðar virka í auglýsingum en því miður er það þó mjög oft svo að fólk kaupir köttinn í sekknum.

Hér til vinstri eru fullyrðingar sem oft heyrast þegar tveir eða fleiri koma saman og ræða þessi mál ástam fleiri staðreyndum um þessi efni.

Ef auglýstir eiginleikar vöru eru of góðir til að vera sannir, þá eru þeir líklega ósannir!