Fiskitegundir

Það er fleira en fiskur sem er nýttur á Íslandsmiðum eða við strendur landsins. Megin áhersla þessarar undirsíðu verður þó umfjöllun um fisktegundir og nýtingu þeirra.

Fleiri tegundir fiska hafa verið nýttar á síðustu árum; tegundir sem voru aukaafli og hent áður fyrr hafa orðið hluti af vinnslu og útflutningi. Það er ekki gerð nákvæm grein fyrir öllum þessum tegundum í útflutningsskýrslum þannig að erfitt er að meta stöðu allra fisktegunda nema þeirra helstu. Í þessum kafla verður fjallað um hverja tegund sérstaklega, veiðar og veiðiaðferðir, helstu afurðir, nýtingu og útflutning.

Allar fiskamyndir eru birtar með leyfi Jóns B. Hliðbergs, www.fauna.is