Matís hefur stundað rannsóknir og unnið margvísleg verkefni fyrir íslenskan sjávarútveg og landbúnað í áratugi. Niðurstöður þessara rannsókna og verkefna hafa verið birtar með margvíslegum hætti, t.d. í skýrslum, pistlum, ritum og handbókum, auk námskeiða og ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga.
Smám saman safnaðist saman mikil vitneskja um fisk og landbúnað, hvernig best er að meðhöndla afurðir þeirra, vitneskja um helstu verkunar- og geymsluaðferðir á fiski og öðrum matvælum.
Þessum fróðleik um fisk og flest það sem honum við kemur og upplýsingum um landbúnað og afurðir hans er nú miðlað á Fræðsluvef Matís.
Þetta er mikið verkefni og þess eðlis að það tekur trúlega seint eða aldrei enda og hér mun því bætast við efni eftir því sem fram líða stundir.