Ferkfiskivinnsla

Ferskur fiskur hefur undanfarin ár verið 8-12% af verðmæti sjáfarfangs sem flutt er frá landinu og byggir á sölu á ísuðum heilum fiski annars vegar og markaðsetningu á ferskum flökum hins vegar.

Nútíma flutningsleiðir gera það kleift að flytja út heilan fisk með skipum og fersk flök með flugi frá Íslandi til allra helstu ferskfiskmarkaða í kringum okkur. Viðskiptavinirnir eru smásalar og heildsalar í Evrópu og Norður Ameríku sem eru ánægðir með stöðugt framboð og mikil gæði fisksins frá Íslandi.

Stærstur hluti fisksins er fluttur út heill eða slægður í ís en nokkur undanfarin ár hefur útflutningur á ferskum flökum með flugi aukist verulega. Söluverðmæti ferskra flaka er nú meira en fyrir heilan fisk. Þorskur, ýsa, karfi, steinbítur, rauðspretta og sandkoli eru helstu tegundir sem fluttar eru út ferskar.

Ferskfiskvinnsla
Eftir blóðgun, slægingu og þvott um borð er fiskurinn ísaður og geymdur kældur um borð til að verja gæði hráefnisins. Eftir löndun, er fiskurinn þveginn, hausaður og flakaður í vélum. Flökin eru snyrt, skorin í bita, flokkuð eftir stærð og pakkað með ís í einangrunarkassa.

Markaðir
Markaðir fyrir heilan fisk í ís eru nær eingöngu í Evrópu, aðallega vegna tiltölulega stuttra siglingaleiða. Stóra Bretland flytur mest inn af þorski og Þýskaland af karfa. Ferskfiskflök eru flutt með flugi og seld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og fjölda annara landa í vestur Evrópu.

Heimild: http://www.fisheries.is/