Kjöt

Kjöt er beinagrindarvöðvar spendýra og fugla sem hæfir eru til manneldis ásamt meðfylgjandi eða tengdum. Góður kjötbiti hefur löngum verið talinn ómissandi við hin ýmsu tækifæri og er margur sem gerir sér dagamun með góðan kjötbita yfir eldheitum grillkolum.

Í gegnum tíðina hafa hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir stundað margvíslegar rannsóknir á kjöti, m.a. til þess að þróa gott, meyrt og bragðmikið kjöt en ekki síður til þess að skoða virðiskeðju kjöts frá upphafi til enda t.d. til að koma auga á veikustu hlekki hennar. Slíkt er mikilvægt þegar á boðstólnum á að vera fyrsta flokks kjöt, skaðlaust og laust vil alla mengun. Óhætt er að segja að íslenskt kjöt uppfylli allar kröfur er að því snúa og í gegnum tíðina hefur íslenskt kjöt ekkert gefið eftir í samanburði við það erlenda.

Þessar viðamiklu og mikilvægu rannsóknir hafa m.a. tengst frumframleiðslu matvæla þar sem ferill gróðurs frá sáningu að tilbúnum matvælum var rannsakaður sem og búfjártilraunum þar sem áhrif ræktunar og fóðrunar búfjár hafa á matvælin, hafa verið rannsökuð ítarlega. Rannsóknir sem snéru að úrvinnslu kjöts allra búfjártegunda sem stuðluðu að notkun nýjustu tækni og þekkingar í matvælaiðnaði eru einnig fjölmargar.

Öll eiga þessi fyrirtæki og stofnanir það sameiginlegt að vera í góðum tengslum við úrvinnslufyrirtæki, fagfélög jafnt og aðrar rannsóknastofnanir innlendar sem erlendar og í samvinnu við þau stundað margvíslegar tilraunir sem leitt hafa til framþróunar íslenskrar matvælaframleiðslu.

Flest allt efni frá Matís og forverum þess sem snertir kjöt og úrvinnslu þess hefur verið safnað saman á fræðsluvef Matís, kjotbokin.is, og gert þannig aðgengilegt notendum.