Veiðislóð

Val á veiðislóð getur haft bein áhrif á hráefnisgæði þar sem umtalsverður breytileiki getur verið á milli einstakra veiðisvæða hvað varðar þætti eins og hitastig, los, fjölda orma, flakanýtingu, haushlutfall o.s.frv.

Á síðustu árum hefur verið leitast við að kortleggja veiðislóðir umhverfis Ísland með tilliti til þessara gæðaþátta eins og sjá má hér og hér  Í framhaldi af þessari kortlagningu hefur verið þróaður hugbúnaður sem ætlað er að aðstoða við ákvarðanatöku innan sjávarútvegsfyrirtækja.  Hugbúnaður þessi ber nafnið FisHmark og er nú á lokastigum þróunar og má búast við að hann komi á almennan markað innan skamms.