Tvær tegundir gáma eru í boði fyrir útflytjendur á ferskum fisk, einangraðir gámar og kæligámar. kæligámarnir eru útbúnir með kælieiningu sem stungið er í samband og sjá þá blásarar um að halda „réttu“ hitastigi inni í gámnum, einangruðu gámarnir hafa engan slíkan búnað og treysta því eingöngu á kælingu frá þeim ís sem í kerunum er.
Að öllu jöfnu skila einangruðu gámarnir hráefninu til Bretlands í sambærilegu ástandi og kæligámarnir. Það kemur þó fyrir í undantekningartilfellum að kæling sé ekki nægileg í einangruðu gámunum, sérstaklega yfir sumartímann, og hefur það þá áhrif á gæði hráefnisins. Á móti kemur að kostnaður við kæligámana er umtalsverður og því umdeilanlegt hvort það borgi sig fyrir útgerðir að nota kæligámana. Þeir eru þó í eitthverjum tilvikum að skila hærri meðalverðum, eins og sjá má á grafinu hér til hliðar