Drip

Drip er sá vökvi kallaður sem myndast þegar frosinn fiskur þiðnar. Vökvinn er vatn ásamt uppleystum próteinum, öðrum köfnunarefnissamböndum og steinefnum. Magn drips úr frosnum fiski er háð nokkrum þáttum s.s tegund fisksins, lengd þess tíma sem fiskurinn hefur verið frosinn og við hvaða hitastig hann hefur verið geymdur. Drip getur verið frá minna en 1% upp í meira en 20% af þunga fisksins.

Aðferðir til mælinga á dripi byggja á að sýni eru tekin beint úr frosti ( minnst -18°C)

Sýni sett á sigti og vegin, sýni eru síðan látin þiðna án þess að yfirborð þorni of mikið og getur verið nauðsynlegt að verja yfirboð sýnisins á einhvern hátt. Tími og hitastig er háð tegundum sem mæla skal. Algengt er að láta sýni þiðna við herbergishita í nokkrar klst (Ýmis afbrigði eru af þessari aðferð en það helsta er að koma sigtunum fyrir í klefa við 13°C í 16 klst. t.d Þar sem að upphafshitastig úr fyrsti getur verið nokkuð misjafnt (frá -15°C til -30°C) hefur verið lagt til að dripmælingu sé lokið þegar hitastig rækju hefur náð +2°C).

Reynt er að tryggja að vatnið renni auðveldlega frá sýninu og síðan er það vegið og mismunur vigtar sem hlutfall af þyngd sýnisins er reiknað sem drip sýnis.

Mikilvægt er að hafa í huga að ef íshúð er á vörunni getur þurft að mæla hana sérstaklega og draga hana frá dripinu.