Fiskur

Matís ohf. (áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rf) hefur stundað rannsóknir og unnið margvísleg verkefni fyrir íslenskan sjávarútveg og fiskiðnað í áratugi. Niðurstöður þessara rannsókna og verkefna voru birtar með margvíslegum hætti, t.d. í skýrslum, pistlum, ritum og handbókum, auk námskeiða og ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga.

Sumt af þessu er byggt á niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar voru á Rf og hefur verið haldið áfram á Matís, annað er þekking sem starfsfólk hefur aflað sér í gegn um áralangt samstarf við fólk í sjávarútvegi og fiskiðnaði, sem og innlenda og erlenda vísindamenn. Þessum fróðleik um fisk og flest það sem honum við kemur er nú miðlað á fræðsluvef Matís, www.alltummat.is, sem þar með leysir af hólmi eldra vefsetur um sama efni, sem hét Á Vísan að róa.

Þetta er mikið verkefni og þess eðlis að það tekur trúlega seint eða aldrei enda og hér mun því bætast við efni eftir því sem fram líða stundir.