Eldri frétt um fæðubótarefni:
Prótein sem notuð eru í fæðubótarefni eru aðallega framleidd úr sojabaunum eða mjólkurafurðum. Þrátt fyrir að næringarsamsetning fiskpróteina sé ákjósanleg sem fæðubótarefni vantar þróun og rannsóknir til að framleiða þau með þá eiginleika sem þykja ákjósanlegir sem fæðubótarefni. Er þar helst átt við lykt, bragð og leysanleika.
Verkefninu Fiskprótein sem fæðubótarefni á Rf (nú Matís) er ætlað að bæta úr þessu. Markmið verkefnisins er að er að vinna prótein úr fiski fyrir fæðubótarefni. Ávinningur verkefnisins er aukin fjölbreytni í vinnslu, verðmætari afurðir og aukið verðmæti sjávarfangs. Útkoma verkefnisins eru lyktar- og bragðlaus prótein sem eru vatnsleysanleg með hátt næringargildi.
Verkefnið sem er til tveggja ára er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Samstarfsaðilar Rf í verkefninu eru fyrirtækin Prímex og Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA).
Nánari upplýsingar veitir Margrét Geirsdóttir, matvælafræðingur á Matís.