Kröfur

  • Af dýraverndarástæðum skal slátrun búfjár vera sem sársaukaminnst.
  • Sláturdýr skulu svipt meðvitund svo þau finni ekki sársauka áður en þeim er látið blæða með hálsskurði eða stungu.
  • Einungis þeir mega deyfa eða deyða sláturgripi sem hafa fengið viðhlítandi fræðslu um deyfingaraðferðir og aflífun og meðferð áhalda sem viðurkennd eru við slátrun búfjár.
  • Óheimilt er að nota rafmagnstæki, sem notuð eru til að svipta sláturdýr meðvitund, til að hefta, stöðva eða reka sláturdýr.