Latína: Anarhichas lupus
Enska: Catfish
Danska: Havkat, söulv
Færeyska: Steinbítur
Norska: Havkatt, kattfisk
Þýska: Seewolf, Gestreifter Katfisch
Franska: Loup de mer
Lifnaðarhættir
Steinbítur finnst allt í kringum landið, en hann er þó algengastur við Vestfirði. Einnig er talsvert um hann í sunnanverðum Faxaflóa á vorin og sumrin og við SA-land á sumrin. Steinbít er einnig að finna í öllu N-Atlantshafi, bæði austan og vestanmegin.
Steinbíturinn lifir á 10-300 metra dýpi og hann kann best við sig á leir- eða sandbotni. Steinbíturinn hrygnir hér við land á haustin og snemma vetrar, í október og nóvember. Aðalhrygningastöðvarnar eru á 160-200 metra dýpi undan Vesturlandi og Vestfjörðum.
Um hrygningartímann missir hann tennurnar og er tannlaus um tíma og tekur þá ekki til sín fæðu. Síðan vaxa nýjar tennur og er hann þá orðinn rýr og sækir upp á grunnslóð í leit að fæðu, sem er fyrst og fremst alls konar botndýr, einkum skeljar, eins og aða og kúfiskur, krabbadýr, sniglar, ígulker, en einnig étur steinbíturinn töluvert af öðrum fiski og þá einkum loðnu.
Steinbíturinn er oftast um 50-80 cm langur en getur orðið allt að 120 cm. Hann getur orðið yfir 20 ára, en vöxtur hans er frekar hægur.
(Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992).
Næringargildi