Umtalsverður munur er á aðbúnaði um borð í skipum til að kæla afla. Til dæmis hafa fjölmargar útgerðir skipa sem veiða gámafisk komið upp forkælikerum á millidekki á síðustu misserum, til að kæla fiskinn niður í kjörhitastig á sem skemmstum tíma.
Í þessi forkæliker er dælt venjulegum ís eða ísþykkni ásamt sjó, en á þann hátt er unnt að lækka hitastigið í fiskholdinu niður í allt að -1°C á u.þ.b. 40 mínútum. Með því að kæla fiskinn hratt niður í kjörhitastig og halda órofinni kælikeðju er unnt að draga úr örveruvexti og þannig auka líftíma afurðanna. Frekari upplýsingar um kælingu fisks má sjá hér og raunverulegar hitastigsmælingar af gámafiski má sjá hér. Að auki hefur Matís opnað heimasíðuna www.kaeligatt.is þar sem finna má ýmsan fróðleik um kælingu á fiski