Á ári hverju flytja Íslendingar út mikið magn af ferskum heilum fiski til Bretlands, Þýskalands og annarra landa í Evrópu. Megnið af þessum fiski er fluttur út í gámum og hefur því í daglegu tali verið kallaður gámafiskur. Í flestum tilvikum er fiskurinn seldur á uppboðsmörkuðunum í Grimsby eða Bremerhaven; þar sem fiskverkendur á þeim svæðum kaupa hann til áframhaldandi vinnslu.
Gæði gámafisks eru misjöfn, þar sem mikill fjöldi áhrifavalda á hinum ýmsu stigum virðiskeðjunnar geta haft áhrif á gæði. Endanlegt ástand þeirrar vöru sem að lokum berst á borð neytenda er undir því komið að allir hlekkir í virðiskeðjunni hafi staðið sig sem allra best, því að eins og við vitum þá er keðjan einungis jafn sterk og hennar veikasti hlekkur.
Þessi vefsíða veitir upplýsingar um hlutverk og ábyrgð hvers hlekks í virðiskeðjunni, allt frá miðum í maga. Þrátt fyrir að hver hlekkur í keðjunni hafi sína eigin fjárhagslegu hvata, sem í fyrstu virðist ekki endilega fara saman við hagsmuni annarra í keðjunni, þá er þó ljóst að meðvitund og skilningur á hlutverki hvers hlekks í keðjunni mun hjálpa til við að bæta gæði og þá væntanlega auka verðmæti loka vörunnar, til hagsbóta fyrir alla í virðiskeðjunni.
Umfjölluninni er skipt í eftirfarandi flokka: